
ILVA ehf
ILVA er glæsileg verslun með húsgögn og smávöru. Verslunin á rætur sínar að rekja til Danmerkur þar sem fyrsta verslun ILVA var stofnuð árið 1974. Ilva rekur þrjár verslanir í dag sem eru staðsettar í Garðabæ, Akureyri og á Selfossi.
Hjá Ilva starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál.
Ilva leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki.

Vef og markaðsfulltrúi
ILVA leita að kraftmiklum, hugmyndaríkum og jákvæðum einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegu vef og markaðsstarfi.
Viðkomandi hefur daglega umsjón og ábyrgð með vef fyrirtækisins og efnissköpun markaðsefnis fyrir stafræna miðla og prent. Þátttaka í innri og ytri markaðsaðgerðum af ýmsu tagi eins og samfélagsmiðlum, póstlista, viðburðum í verslunum ásamt fleiri fjölbreyttum og spennandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með vefsíðu ILVA
- setja vörur á heimasíðu, uppfæra markaðsefni o.fl.
- Efnissköpun markaðsefnis fyrir miðla og prent
- Umsjón með útsendingu markaðsefnis til viðskiptavina í samvinnu við markaðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vefumsjón
- Reynsla af markaðsstörfum
- Reynsla eða menntun í grafískri hönnun - Kunnátta á helstu forrit á borð við Photoshop, Illustrator og InDesign
- Þekking á Google og Meta auglýsingakerfi er kostur
- Mjög góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að ná árangri
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur19. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kauptún 1, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Email markaðssetningFrumkvæðiMarkaðsmálVefumsjónÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)