
Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands hefur tryggt uppbyggingu Háskóla Íslands í yfir 90 ára með því að afla fjár til húsbygginga, viðhalds og tækjakaupa. HHÍ er afþreyingarfyrirtæki sem rekur í dag þrenns konar peningahappdrætti: flokkahappdrætti, skyndihappdrætti (Happaþrennan) og skjávélahappdrætti (Gullnáman). Innan Happdrættis Háskóla Íslands starfar samheldinn hópur drífandi starfsmanna að því að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands til framtíðar.

Verkefnastjóri í rekstri og þróun
Verkefnastjóri rekstrar og vöruþróunar ber ábyrgð á að stýra daglegri framkvæmd á rekstrar- og umbreytingaverkefnum. Hlutverkið vinnur þvert á allar deildir og leggur áherslu á verkefnastjórnun, samhæfingu og eftirfylgni og er lykilhlutverk í nýsköpun og rekstrarumbótum hjá HHÍ.
Verkefnastjóri heyrir undir sviðsstjóra rekstrar og þróunar og vinnur náið með rekstrarstjórum vöruflokka, tækniteymum og öðrum deildum og tryggir að verkefni skili áætluðum árangri á settum tíma og innan kostnaðaráætlana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra daglegri framkvæmd og innleiðingu rekstrar-, þróunar- og umbreytingaverkefna.
- Skipuleggja, samræma og fylgja eftir verkefnum þvert á deildir og ábyrgðarsvið.
Leiða stefnumarkandi verkefni og vinna eftir ferlum tengdum þeim. - Leiða saman utanaðkomandi birgja og starfsfólk til árangursríkra lausna á verkefnum.
- Halda utan um verkáætlanir, kostnað, tímalínur, forgangsröðun og framvindu verkefna.
- Safna, greina og miðla upplýsingum til stjórnenda.
- Greina áhættu, hindranir og tækifæri í framkvæmd og leggja til lausnir.
- Tryggja samræmi við skilgreinda ferla og gæðakröfur.
- Styðja við samvinnu innri og ytri hagsmunaaðila eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun úr viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða tengdum greinum.
- Meistaranám í verkefnastjórnun er kostur.
- Að lágmarki 5 ára reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingum úr tæknilegu umhverfi.
- Skipulögð og nákvæm vinnubrögð með sterkt innsæi fyrir framkvæmd verkefna.
- Færni í að vinna þvert á teymi og brúa bil ólíkra hagsmuna.
- Góð greiningarhæfni og geta til að halda utan um mörg verkefni á sama tíma.
- Sjálfstæð vinnubrögð, ábyrgðartilfinning og frumkvæði.
- Reiprennandi íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
- Frábær samskiptahæfni, bæði skrifleg og munnleg.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Landspítali

Verkefnastjóri LIFE-Icewater hjá Veitum
Veitur

Verkefnastjóri stafrænna kerfa
Landsnet hf.

Bara tala leitar að íslenskukennara
Bara tala

Vélaverkfræðingur
Orkubú Vestfjarða

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
KPMG á Íslandi

Project Manager
Lucinity

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir

Fjársýslusvið: Verkefnastjóri
Akureyri

Umsjónarmaður Vinnuskóla og ungmennavirkni - Mennta- og lýðheilsusvið
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri óskast í fjölbreytt verkefni hjá Íslensku Sjávarfangi
Íslenskt sjávarfang ehf