Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða

Verkefnasjóri í 50% stöðu

Háskólasetur Vestfjarða leitar að verkefnastjóra í 50% starf. Verkefnastjórinn vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði. Verkefnastjórinn mun vinna í litlu teymi en þarf að geta unnið sjálfstætt á sínu sviði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjórinn aðstoðar við fjölbreytt verkefni innan Háskólaseturs, m.a. að skipuleggja nemendaferðir og nemendaheimsóknir, hafa yfirumsjón með Vísindaporti, sinna textaskrifum, halda utan um ráðstefnur og aðrar uppákomur hjá Háskólasetri og sjá um fjarnámið. 

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
• Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni
• Innsæi og metnaður í starfi
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi

Auglýsing stofnuð20. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurgata 12, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar