Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs
Salurinn Tónlistarhús Kópavogs

Forstöðumaður Salarins

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Salarins. Um er að ræða fágætt tækifæri fyrir listrænan og hugmyndaríkan einstakling með brennandi áhuga á að efla tónlistar- og menningarupplifun Kópavogsbúa og annarra gesta.

Salurinn hentar afar vel til fjölbreytts tónleikahalds, viðburða, ráðstefnu- og fundahalda og er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns móttökur, smáar sem stórar. Salurinn er búinn nýlegum tækjabúnaði og hljóðupptökuveri.

Forstöðumaður Salarins heyrir undir forstöðumann menningarmála. Hann vinnur náið með forstöðumönnum annarra menningarhúsa bæjarins að sameiginlegum viðburðum, kynningu og markaðssetningu. Salurinn starfar samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar.

Forstöðumaður er ráðinn til 5 ára í senn með möguleika á framlengingu.

Nánari upplýsingar um Salinn má nálgast hér

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótar listræna stefnu Salarins og ber ábyrgð á metnaðarfullu tónleika- og viðburðahaldi
  • Ber rekstrarlega og stjórnunarlega ábyrgð á Salnum
  • Ber ábyrgð á útleigu og mótun nýrra tækifæra í starfsemi Salarins
  • Ber ábyrgð á kynningar- og markaðsmálum Salarins
  • Undirbýr og vinnur að fjárhags-, launa- og rekstraráætlun Salarins í samstarfi við forstöðumann menningarmála
  • Ber ábyrgð á öflun sértekna og styrkja
  • Þátttaka í almennri stefnumótun menningarmála Kópavogsbæjar
  • Samskipti og samstarf við aðrar menningarstofnanir bæjarfélagsins og aðra hagaðila
  • Ber ábyrgð á samskiptum við rekstraraðila í veitingasölu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tónlistarmenntun á háskólastigi
  • Meistarapróf á sviði menningarstjórnunar
  • Skýr fagleg sýn á þróun og framtíð Salarins
  • Reynsla af rekstri og stjórnun menningarstofnunar
  • Reynsla af skipulagningu ráðstefna, funda og móttaka er kostur 
  • Hugmyndaauðgi og listrænt innsæi
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Jákvætt viðmót og mikil lipurð í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttum verkefnum 
  • Geta og vilji til að vinna á óhefðbundnum vinnutíma
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hamraborg 6, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar