

Vélstjóri/rafvirki í framkvæmdaflokk á Norðurlandi vestra
Tengjum okkur saman
Viltu ganga til liðs við RARIK og hjálpa okkur að veita framúrskarandi þjónustu í þínu nærsamfélagi? Við leitum að starfsmanni í framkvæmdaflokk sem getur eflt starfsstöðvar okkar á Noðurlandi vestra með jákvæðu viðhorfi og drifkrafti. Ef þú ert með góða öryggisvitund og jákvætt og lausnamiðað hugarfar þá ertu rétta manneskjan í starfið.
Framkvæmdaflokkar okkar kalla ekki allt ömmu sína og eru ávallt tilbúnir að vinna hratt og örugglega að lausn mála. Starfsfólk framkvæmdaflokkanna hefur umsjón með viðhaldi í dreifikerfi RARIK, bæði fyrir rafmagn og hitaveitur, og þar er alltaf einhver á vaktinni. Þau hafa eftirlit með tækjum og búnaði og koma að viðgerðum jafnt sem nýframkvæmdum. Mikilvægt er að fylgja ströngum öryggisreglum þegar starfað er fyrir framkvæmdaflokka RARIK.
Helstu kostir fyrir starfsfólk framkvæmdaflokka eru lausnamiðuð hugsun, gott frumkvæði, og hugmyndaflug. Við kunnum einnig vel að meta jákvætt hugarfar og sjálfstæð vinnubrögð. Nauðsynlegt er að hafa sveinspróf í vélstjórn og/eða rafvirkjun og bílpróf til að sinna þessu starfi. Síðast, en ekki síst, skiptir góð öryggisvitund og almenn tölvukunnátta miklu máli.

















