RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Sumarstarf í hönnun og afgreiðslu heimlagnaumsókna

Tengdu þig við okkur

Við leitum að drífandi nemum í rafmagnstengdum greinum sem eru tilbúnir að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og kynnast dreifikerfi RARIK í sumar. Ef þú ert rafmagnsnörd með samskiptaforritið í lagi og hefur grunnþekkingu á almennri rafvirkjun þá ert þú rétta manneskjan í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni heimlagnateymis eru afgreiðsla heimlagnaumsókna, hönnun heimlagna, skráning og eftirfylgni með verkbeiðnum og samskipti við viðskiptavini okkar og rafverktaka. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Sumarstarf í heimlagnateymi RARIK felur í sér spennandi áskoranir fyrir nemendur rafmagnstækni-, rafmagnsverkfræði- og rafiðnfræði, eða nema í rafvirkjun, sem vilja komast í kynni við stóra dreifiveitu þar sem sinna þarf fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum.

Rétta manneskjan í starfið hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og getur mætt þörfum og kröfum viðskiptavina okkar með því að sýna frumkvæði og metnað. Góð tölvukunnátta er mikilvæg sem og áhugi á því að veita framúrskarandi þjónustu og taka þátt í þriðju orkuskiptunum með okkur.  

Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hamraendar 2
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Óseyri 9, 603 Akureyri
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Larsenstræti 4
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar