![RARIK ohf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/56548437-1652-4453-b008-754e7330a981.png?w=256&q=75&auto=format)
![RARIK ohf.](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-9453d078-529a-4439-b681-4dee0d90dd70.png?w=1200&q=75&auto=format)
Verkefnaumsjón rafveitu á Suðurlandi
Hefur þú óbilandi áhuga á rafveitukerfinu? Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju með metnað fyrir góðum verkundirbúningi og sterka öryggisvitund til að stýra viðhaldi og verkefnum tengdum rafveitu okkar á Suðurlandi. Leggðu línuna til okkar og taktu þátt í að byggja upp trausta undirstöðu þriðju orkuskiptanna á Íslandi.
Verkefnaumsjón rafveitu er staða sem felur í sér umsjón endurbóta og viðhalds í kerfum okkar. Þar liggja undir aðveitustöðvar, dreifikerfi háspennu og dreifikerfi lágspennu. Verkefni felast í verkefnastjórnun, rafmagnsöryggismálum, nýlögnum, endurbótaverkefnum og viðhaldsverkefnum. Hér borgar sig að vera með gott skipulag, lausnamiðaða hugsun og hafa öryggið ávallt í fyrirrúmi. Öryggi er í fyrsta sæti hjá okkur og horft er til þess að öll vinna sé unnin af öryggi og að rafmagnsöryggi og rekstraröryggi búnaðar sé eins og best verður á kosið.
Til að geta sinnt verkefnaumsjón rafveitu er mikilvægt að hafa góðan raffræðilegan grunn og góða þekkingu á stýringum og háspennu. Við leitum því að iðn-, verk- eða tæknifræðingi eða sérmenntuðum rafvirkja í starfið. Rétt manneskja þarf að vera drífandi og skipulögð, öryggismiðuð, sjálfstæð í vinnubrögðum og með skapandi hugsun til að finna ávallt bestu lausnina í samvinnu við samstarfsfólk sitt. Jákvæðni og góð samskipti eru lykilatriði.
![Trackwell hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-057a2359-05ce-4a66-b9d0-25b673fbde1b.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Olíudreifing þjónusta](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-0447a896-121e-430a-a10a-dba2fa85c82a.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Íspan Glerborg ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/d713352b-5684-494e-8605-bf2327705f49.png?w=256&q=75&auto=format)
![Vinnueftirlitið](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-44dd6a98-74ea-417e-8501-8932874bb8bb.png?w=256&q=75&auto=format)
![RARIK ohf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/56548437-1652-4453-b008-754e7330a981.png?w=256&q=75&auto=format)
![RARIK ohf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/56548437-1652-4453-b008-754e7330a981.png?w=256&q=75&auto=format)
![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/logo/48ae7d47-3089-4c75-b8b2-adf3854644b0.png?w=256&q=75&auto=format)
![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/logo/48ae7d47-3089-4c75-b8b2-adf3854644b0.png?w=256&q=75&auto=format)
![atNorth](https://alfredprod.imgix.net/logo/48ae7d47-3089-4c75-b8b2-adf3854644b0.png?w=256&q=75&auto=format)
![KAPP ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/894d1e91-164d-4fc3-913d-426b1f6e375d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)