RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Verkefnaumsjón rafveitu á Suðurlandi

Hefur þú óbilandi áhuga á rafveitukerfinu? Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju með metnað fyrir góðum verkundirbúningi og sterka öryggisvitund til að stýra viðhaldi og verkefnum tengdum rafveitu okkar á Suðurlandi. Leggðu línuna til okkar og taktu þátt í að byggja upp trausta undirstöðu þriðju orkuskiptanna á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnaumsjón rafveitu er staða sem felur í sér umsjón endurbóta og viðhalds í kerfum okkar. Þar liggja undir aðveitustöðvar, dreifikerfi háspennu og dreifikerfi lágspennu. Verkefni felast í verkefnastjórnun, rafmagnsöryggismálum, nýlögnum, endurbótaverkefnum og viðhaldsverkefnum. Hér borgar sig að vera með gott skipulag, lausnamiðaða hugsun og hafa öryggið ávallt í fyrirrúmi. Öryggi er í fyrsta sæti hjá okkur og horft er til þess að öll vinna sé unnin af öryggi og að rafmagnsöryggi og rekstraröryggi búnaðar sé eins og best verður á kosið.  

Menntunar- og hæfniskröfur

Til að geta sinnt verkefnaumsjón rafveitu er mikilvægt að hafa góðan raffræðilegan grunn og góða þekkingu á stýringum og háspennu. Við leitum því að iðn-, verk- eða tæknifræðingi eða sérmenntuðum rafvirkja í starfið. Rétt manneskja þarf að vera drífandi og skipulögð, öryggismiðuð, sjálfstæð í vinnubrögðum og með skapandi hugsun til að finna ávallt bestu lausnina í samvinnu við samstarfsfólk sitt. Jákvæðni og góð samskipti eru lykilatriði.  

Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Larsenstræti 4
Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar