Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Vallarstjóri á íþróttasvæði Sveitarfélagsins Voga

Laust starf Vallarstjóra á íþróttasvæði Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir vallarstjóra á íþróttasvæði sveitarfélagsins. Við leitum að öflugum og ábyrgum einstaklingi sem hefur áhuga á að sjá um viðhald og umsjón með íþróttasvæðinu í Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegt eftirlit og umhirða á íþróttasvæðinu, þar með talið grasvellir, sparkvellir, göngustígar og aðstaða á svæðinu.
  • Viðhald og lagfæringar á vallarsvæði, þar með talið sláttur og áburðargjöf.
  • Umsjón með merkingum, girðingum, áhorfendaaðstöðu og búnaði.
  • Samstarf við íþróttafélög og aðra notendur svæðisins um nýtingu og skipulagningu á æfingum og viðburðum.
  • Samskipti við verktaka, þjónustuaðila og sveitarfélagið um nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir.
  • Tryggja öryggi notenda svæðisins með reglulegu eftirliti og úrbótum eftir þörfum.
  • Umsjón með birgðum og tækjum sem notuð eru við umhirðu og viðhald.
  • Þátttaka í skipulagningu og þróun íþróttasvæðisins í samráði við yfirvöld og íþróttafélög sé þess óskað.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum eða viðhaldi íþróttamannvirkja er kostur.
  • Færni í umhirðu grænna svæða og almennu viðhaldi.
  • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Bílpróf.
Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur10. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 17, 190 Vogar
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar