
Meindýravarnir MVE
Meindýravarnir MVE hóf starfsemi sína fyrst árið 1993. Eigendur eru þau Árni Sveinbjörnsson og Elín Björnsdóttir en þau hafa átt og rekið fyrirtækið frá upphafi. Árni hefur starfað sjálfur þar allt frá upphafi og hefur því orðið um 30 ára reynslu í faginu. Reksturinn hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og í dag starfa 3 starfsmenn hjá fyrirtækinu með fullgild réttindi í fullu starfi allt árið um kring. En svo eru einn til tveir starfsmenn sem bætast í hópinn yfir sumartímann.
Starfsemin nær yfir allt landið þar sem Meindýravarnir MVE eru með fasta þjónustusamninga við stór sem smá fyrirtæki, sveitfélög og stofnanir í öllum landshlutum. Má þar nefna matvæla-,flutninga-framleiðslu og verslunarfyrirtæki svo og bændur og einstaklinga. MVE leggur áherslu á trúnað,fagleg vinnubrögð og sanngjarnt verð til sinna viðskiptavina. Aukin vakning er hjá rekstraraðilum fyrirtækja í dag að leggja áherslu á reglubundið eftilit hvað varðar meindýravarnir. Það er góð ímynd að tryggja öryggi reksturs og starfsmanna. Einnig er það ákveðinn gæðastimpill út á við til Þeirra viðskiptavina.
Fyrirtækið hefur séð um sótthreinsun í samvinnu við mast og dýralækni með góðum árangri.
Meindýravarnir MVE hafa þjónustað viðskiptavini sína í tæp 30 ár og hafa því áratugareynslu á sviði meindýravarna og garðaúðunar. Alltaf hafa þeir unnið með vönduð og viðukennd efni til að lágmarka skaða náttúrunnar. Allur tækjabúnaður er fyrsta flokks sem tryggir vönduð vinnubrögð og betri árangur.
Starfsmenn fara reglulega á sýningar og fyrirlestra erlendis til að viðhalda faglegri þekkingu og til að fylgjast með þróun í greininni.

Aðstoðarmaður Meindýraeyðis á Akureyri
Aðstoðarmaður Meindýraeyðis á Akureyri
Okkur hjá Meindýravörnum MVE vantar hraustan einstakling í starf aðstoðarmanns meindýraeyðis.
Tímabil frá 1.maí til 30.ágúst.
Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma út maí og verður þá fullt starf fram á haust, svo þetta hentar sérstaklega vel fólki í skóla.Hæfniskröfur:Gild ökuréttindi.Góð íslenskukunnátta.Enskukunnátta æskileg.Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi.Reynsla af verklegri vinnu æskileg.Góð mannleg samskipti og þjónustulund.Geta unnið undir álagi.Geta unnið sjálfstætt.Sýnir frumkvæði í starfi.Reyklaus.
Auglýsing birt31. mars 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Frostagata 1A, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
HandlagniMannleg samskiptiReyklaus
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sundlaugarvörður / Sumarstarf
Sundlaugin að Hlöðum

Afgreiðsla á bifreiðaverkstæði
Bílvogur bifreiðaverkstæði

Sumarstörf - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn

Verkamaður/Worker
Jarðtækni

Starfsfólk óskast/Seeking employees
S4S Premium Outlet

CityHost (receptionist)
CityHub Reykjavik

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Þjónn í hlutastarf
Hnoss Restaurant

Þjónusta í apóteki - Sumarstörf
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Sumarstarf
Lyf og heilsa

Liðsauki í vöruhús - sumarstarf
Ískraft

Sumarstarfsmaður í vöruhús Rubix á Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf