
Ískraft
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975.
Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við útvegun raflagnaefnis til rafveitna, ekki síst til RARIK sem þá vann að lagningu Byggðalínu. ÍSKRAFT útvegaði í þetta umfangsmikla verkefni, tengivirki, línuvír, einangra, spennubreyta og margt fleira.
Árið 1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði.
Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.
Árið 1999 er Ískraft keypt og sameinast rekstri Húsasmiðjunnar.

Liðsauki í vöruhús - sumarstarf
Við leitum við að hörkuduglegum og drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund og hafa jákvætt hugarfar til að starfa í vöruhúsi Ískrafts á Höfðabakka í sumar.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar í nýju og glæsilegum höfuðstöðvum Ískrafts. Lögð er rík áhersla á jákvæð samskipti og samvinnu og við vinnum saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Vinnutími er 08:00 -16:30 mán-fim og 08:00 - 16:00 á föstudögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt og afgreiðsla á pöntunum
- Móttaka og frágangur á vörum
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur almenn störf á lager
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
- Almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Lyftarapróf er kostur
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
- 20 ára aldurstakmark
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniLyftaraprófMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í Auka- og varahlutaverslun
Toyota

Þjónustufulltrúi - Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf í verslun
Zara Smáralind

Sumarstarf í afgreiðslu - Leifsstöð
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Sumarstarf á lager
Heilsa

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf - Móttaka og umpökkun Lyfja
Heilsa

Starf á lager
Fastus

Starf í stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu
Landhelgisgæsla Íslands

Móttaka og umpökkun lyfja
Heilsa

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Skagaströnd
Kjörbúðin