Golfkúbbur Öndverðarness
Golfkúbbur Öndverðarness
Golfkúbbur Öndverðarness

Starfsfólk óskast skemmtilegan vinnustað

Golfklúbbur Öndverðarness leitar að sumarstarfsfólki

Við leitum eftir stundvísum, samviskusömum, hressum og skemmtilegum einstaklingum sem búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum og góðri þjónustulund.

Við leitum að:

Vallarstarfsmönnum á golfvöllinn okkar. Helstu verkefni eru viðhald golfvallarins undir stjórn vallarstjóra. Vinna hefst snemma á morgnana, almennt kl. 07:00 og unnið er til kl. 14:00. Stundum þarf að byrja fyrr og lýkur vinnu þá fyrr á daginn.

Starfsmönnum í hlutastarf við útræsingu og eftirlit á golfvellinum. Útræsing og eftirlit á golfvellinum, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Kjörin aukavinna fyrir duglegt ungt fólk sem hefur þekkingu á golfi.

Starfsmönnum í veitingasölu og þjónustu við félagsmenn. Við leitum að einstaklingum til að starfa með veitingastjóra klúbbsins við afgreiðslu og þjónustu við félagsmenn. Reynsla er ekki skilyrði en góð þjónustulund og starfsandi nauðsynleg. Vinnutímar geta verið bæði sveigjanlegir eða fastir.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góður starfsandi, dugnaður og stundvísi skiptir okkur miklu máli. 

Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur18. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Öndverðarnes 1 168299, 801 Selfoss
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar