

Urriðaholtsskóli óskar eftir deildarstjórum á leikskólastig
Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir leikskólakennara til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi.
Þetta skólaár eru leikskólabörn á 7 deildum frá þriggja til fimm ára gert er ráð fyrir að leikskólabörnum fjölgi á næsta skólaári og að skólastigið verði heilstætt hvað aldur varðar.
Auglýst er eftir deildarstjórum á 3 deildir.
Teymiskennsla er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.
- Vinnur að uppeldi og menntun barna
- Að stýra daglegu fagstarfi deildar og skipulagi
- Vinnur að áætlanagerð og mati á námi barna og starfi leikskólans
- Er hluti af stjórnendateymi leikskólastigs
- Foreldrasamstarf
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Reynsla af teymisvinnu æskileg
- Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Vera tilbúinn að fylgja stefnu skólans, að vinna með öðrum og um leið búa yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.












