
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð óskar eftir ábyrgðarfullu og jákvæðu starfsfólki til starfa í sumarfrístund barna sumarið 2025. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna með börnum, skapa skemmtilegt og öruggt umhverfi og taka þátt í uppbyggilegu frístundastarfi.
Sumarfrístund er hluti af frístundastarfi Fjarðabyggðar og veitir börnum á grunnskólaaldri fjölbreytt tækifæri til að taka þátt í leikjum, útivist, íþróttum, skapandi verkefnum og hópastarfi.
- Skipulag og framkvæmd frístundastarfs fyrir börn á grunnskólaaldri
- Leiðbeining og umönnun í leikjum, útivist og íþróttum
- Öryggi og velferð barnanna í starfinu er í forgrunni
- Fjölbreytt verkefni í samvinnu við annað starfsfólk sumarfrístundar
- Samvinna við foreldra og samstarfsfólk
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhugi á að vinna með börnum og stuðla að jákvæðri upplifun þeirra
- Jákvæðni, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Hæfni til að vinna í teymi og sýna sjálfstæði í starfi
- Reynsla af frístunda- eða íþróttastarfi er kostur
- Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri
Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)

Sumarafleysing næturvakta í stoðþjónustu
Fjarðabyggð

Sumarstarf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Sumarstörf í garðyrkjudeild Ungmenni fædd 2009 og eldri
Fjarðabyggð

Flokkstjórar í Vinnuskóla Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Sumarafleysing - Starfsmaður í heimaþjónustu
Fjarðabyggð

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð 2025
Fjarðabyggð

Matráður við leikskólann Eyravellir, Neskaupstað
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinandi
Kársnesskóli

Kennarar – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Sumarafleysing næturvakta í stoðþjónustu
Fjarðabyggð

Sumarstarf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk
Fjarðabyggð

Sérkennsla í Ægisborg - teymisvinna.
Leikskólinn Ægisborg

Flokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarfsfólk á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi við Kleppjárnsreykjadeild GBF
Borgarbyggð

Sérkennari í Laugasól
Leikskólinn Laugasól

Stuðningsfulltrúi óskast á besta stað í bænum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið