

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
Óska eftir NPA aðstoðarfólki í 50% stöðu og afleysingar
Ég er 41 ára kona sem bý í 105 Reykjavík með kærasta mínum og 10 ára dóttir okkar.
Ég óska eftir aðstoðarfólki 20 ára og eldra í NPA teymið mitt.
Starfið felur í sér að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs vegna mænuskaða, m.a. við heimilisstörf, persónulegt hreinlæti og fleira.
Starfið felur einnig í sér að vera framlenging á mér í hverju sem ég vil taka mér fyrir hendur frá degi til dags í lífi, leik og starfi. Ég hef mikin áhuga á andlegum málum, listum, útiveru og að verja tíma mínum með fjölskyldu og vinum.
Ég leita eftir fólki sem er lausnamiðað í breytilegum aðstæðum og gott í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða breytilegar vaktir, þar sem hægt er að velja um dag- kvöld- og næturvinnu alla daga vikunnar. Starfshlutfall sem óskað er eftir er 50%. Laun greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar, nánari upplýsingar um launamál má finna á https://npa.is/adstodarfolk/kjarasamningar
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á: npa.is
Ekki er gerð krafa um starfsreynslu eða sérstaka menntun en lögð er áhersla á að umsækjendur temji sér stundvísi, jákvæðni, heiðarleika og virðingu í samskiptum.
Reykleysi á vinnutíma, bílpróf og tölvukunnátta eru skilyrði
Vinnuaðstæður eru mjög góðar í nýju húsnæði með sérherbergi fyrir starfsmann.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að umgangast börn og viti að hlutverk aðstoðarfólks felst einnig í því að sinna þeim þörfum barna sem foreldrar sinna frá degi til dags, t.d. að útbúa nesti, aðstoða við heimanám, og sækja á æfingar osfrv.























