
Leikskólinn Hraunheimar leitar að sérkennslustjóra
Ertu faglega sterkur einstaklingur sem brennur fyrir því að skapa góðan námsvettvang fyrir börn með fjölbreyttar þarfir?
Hraunheimar er fjögurra deilda leikskóli í Þorlákshöfn sem mun opna 1. september 2025. Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi þar sem börn læra í gegnum leik, þróa hæfni sína á fjölbreyttum sviðum og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Hugmyndafræði leikskólans byggir á læsi í víðu samhengi þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi læsisþætti:
v Félags- og tilfinningalæsi
v Umhverfis- og samfélagslæsi
v Stafa- og stærðfræðilæsi
v Heilsulæsi
v Faglegt læsi starfsmanna og foreldra
Hægt er að lesa meira um hugmyndafræði Hraunheima hér.
Sérkennslustjóri verður lykilaðili í innleiðingu og framkvæmd sérkennslu í leikskólanum og fær einstakt tækifæri til að móta starfið og sérkennslurýmin frá upphafi.
Þar sem leikskólinn er nýr og ekki ljóst með fjölda barna, er um 50% stöðu að ræða sem stendur en starfshlutfall mun aukast með fjölgun barna og eftir þörfum. Mögulegt er að auka starfshlutfall með kennslu- / leiðbeinandastarfi á deild, allt upp í 100% stöðu í heildina. Æskilegt er að viðkomandi getu hafið störf 15-20. ágúst næstkomandi. Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð sérkennslustjóra
v Sjá um mótun og þróun sérkennslu Hraunheima og innleiðingu snemmtækrar íhlutunar.
v Skipuleggja, framkvæma og endurmeta sérkennslu í leikskólanum í samvinnu við leikskólastjóra.
v Mat og greining á þörfum barna með sérþarfir og mótun einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana.
v Veita ráðgjöf og fræðsla til kennara og annarra starfsmanna um aðferðir og úrræði í sérkennslu.
v Halda utan um samskipti og samstarf við foreldra/forráðamenn barna með sérþarfir og veita þeim stuðning og ráðgjöf.
v Samstarf við utanaðkomandi sérfræðinga og þjónustu, s.s. Skóla- og velferðarþjónustu Ölfuss, talmeinafræðinga, sálfræðinga og aðra fagaðila.
v Tryggja að starf leikskólans uppfylli lög um samþætta þjónustu og stuðla að snemmtækri íhlutun fyrir börn með sérþarfir.
v Fylgjast með nýjungum í sérkennslu og innleiða faglegar aðferðir í leikskólastarfi.
v Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
v Þroskaþjálfi, leikskólakennari eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
v Reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir skilyrði.
v Þekking á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna kostur
v Skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
v Frumkvæði í starfi og fagleg vinnubrögð
v Góð færni í samskiptum og teymisvinnu.
v Gott vald á íslensku, kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti
v Þekking á helstu listum til að meta þroska barna, eins og TRAS, Hljóm o.fl.












