Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus

Leikskólinn Hraunheimar leitar að sérkennslustjóra

Ertu faglega sterkur einstaklingur sem brennur fyrir því að skapa góðan námsvettvang fyrir börn með fjölbreyttar þarfir?

Hraunheimar er fjögurra deilda leikskóli í Þorlákshöfn sem mun opna 1. september 2025. Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi þar sem börn læra í gegnum leik, þróa hæfni sína á fjölbreyttum sviðum og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Hugmyndafræði leikskólans byggir á læsi í víðu samhengi þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi læsisþætti:

v Félags- og tilfinningalæsi

v Umhverfis- og samfélagslæsi

v Stafa- og stærðfræðilæsi

v Heilsulæsi

v Faglegt læsi starfsmanna og foreldra

Hægt er að lesa meira um hugmyndafræði Hraunheima hér.

Sérkennslustjóri verður lykilaðili í innleiðingu og framkvæmd sérkennslu í leikskólanum og fær einstakt tækifæri til að móta starfið og sérkennslurýmin frá upphafi.

Þar sem leikskólinn er nýr og ekki ljóst með fjölda barna, er um 50% stöðu að ræða sem stendur en starfshlutfall mun aukast með fjölgun barna og eftir þörfum. Mögulegt er að auka starfshlutfall með kennslu- / leiðbeinandastarfi á deild, allt upp í 100% stöðu í heildina. Æskilegt er að viðkomandi getu hafið störf 15-20. ágúst næstkomandi. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Menntunar- og hæfniskröfur

Helstu verkefni og ábyrgð sérkennslustjóra

v  Sjá um mótun og þróun sérkennslu Hraunheima og innleiðingu snemmtækrar íhlutunar.

v  Skipuleggja, framkvæma og endurmeta sérkennslu í leikskólanum í samvinnu við leikskólastjóra.

v  Mat og greining á þörfum barna með sérþarfir og mótun einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana.

v  Veita ráðgjöf og fræðsla til kennara og annarra starfsmanna um aðferðir og úrræði í sérkennslu.

v  Halda utan um samskipti og samstarf við foreldra/forráðamenn barna með sérþarfir og veita þeim stuðning og ráðgjöf.

v  Samstarf við utanaðkomandi sérfræðinga og þjónustu, s.s. Skóla- og velferðarþjónustu Ölfuss, talmeinafræðinga, sálfræðinga og aðra fagaðila.

v  Tryggja að starf leikskólans uppfylli lög um samþætta þjónustu og stuðla að snemmtækri íhlutun fyrir börn með sérþarfir.

v  Fylgjast með nýjungum í sérkennslu og innleiða faglegar aðferðir í leikskólastarfi.

v  Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

v  Þroskaþjálfi, leikskólakennari eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

v  Reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir skilyrði.

v  Þekking á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna kostur

v  Skipulagshæfni, sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.

v  Frumkvæði í starfi og fagleg vinnubrögð

v  Góð færni í samskiptum og teymisvinnu.

v  Gott vald á íslensku, kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti

v  Þekking á helstu listum til að meta þroska barna, eins og TRAS, Hljóm o.fl.

Auglýsing birt4. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bárugata 22 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar