
Umsjónarmaður fasteigna óskast
Búmenn húsnæðissamvinnufélag óskar eftir að ráða umsjónarmann fasteigna.
Starfið felst í umsjón með viðhaldi og rekstri um 540 fasteigna í eigu félagsins.
Eignirnar eru íbúðir eða parhús sem félagsmenn Búmanna hafa keypt í búseturétt, staðsettar á höfuðborgasvæðinu, Reykjanesi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Höfn, Akureyri, Akranesi .
Leitað er að þjónustulunduðum, samviskusömum og skipulögðum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og á auðvelt með mannleg samskipti.
Um er að ræða fullt starf á skrifstofu Búmanna í Reykjavík en starfinu geta fylgt ferðalög út á land.
Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um Búmenn eru á www.bumenn.is
- Dagleg umsjón með viðhaldi fasteigna.
- Gerð viðhaldsáætlana.
- Samskipti við íbúa í eignum Búmanna.
- Samningagerð og samskipti við verktaka.
- Eftirlit með viðhaldsverkefnum og kostnaðaraðhald.
- Menntun á sviði byggingatækni og/eða iðnmenntun.
- Reynsla og þekking á viðhaldsverkefnum og byggingum.
- Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
- Góð íslensku- og tölvukunnátta.
- Snyrtimennska, nákvæmni í starfi og stundvísi.
Íslenska










