Skólamatur
Skólamatur
Skólamatur

Gæðastjóri hjá Skólamat

Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða til starfa gæðastjóra sem ber ábyrgð á viðhaldi og þróun á gæðakerfi fyrirtækisins í samstarfi við stjórnendur og annað starfsfólk.

Markmið og verkefni gæðastjóra er að halda uppi gæðum og tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Tryggja að lögum og reglum er varða gæðamál sé fylgt eftir. Gæðastjóri sér um eftirlit og upplýsingagjöf.

Skólamatur er rótgróið og metnaðarfullt matvælafyrirtæki sem leggur ríka áherslu á gæði, öryggi og stöðugar umbætur.

Starfsstöð er á Iðavöllum 1A í Reykjanesbæ og vinnutíminn er milli 8:00-16:00 alla virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og ábyrgð á gæðamálum hjá Skólamat ehf.
  • Ritstjórn gæðahandbókar
  • Innleiðing, þróun og viðhald gæðakerfis og gæðahandbókar
  • Framkvæmd innri úttekta og umsjón með umbótaverkefnum
  • Skráning innihaldslýsinga á heimasíðu
  • Samskipti við viðskiptavini og starfsfólk, upplýsingagjöf og eftirfylgni er varðar gæðamál
  • Þróun ferla
  • Samskipti við eftirlitsaðila
  • Fræðsla og þjálfun til starfsfólks í gæðamálum
  • Eftirlit með framleiðslu
  • Á sæti í öryggisnefnd
  • Sér um skráningu vinnuslysa og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhuga á gæðamálum, gæðakerfum og matvælaframleiðslu
  • Skipulagshæfni, frumkvæmi og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
Auglýsing birt6. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar