

Þroskaþjálfi með sérþekkingu á þjónustu við fatlað fólk
Við teymi sérfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vantar tvo sérfræðinga til starfa. Annars vegar staða þroskaþjálfa með sérþekkingu á þjónustu við fatlað fólk (Tímabundin ráðning á Akureyri) og hins vegar staða sérfræðings í málefnum barna samkvæmt barnalögum.
Þann 1. janúar sl. tóku sýslumenn við verkefnum varðandi val á persónulegum talsmönnum fyrir fatlað fólk, á grundvelli laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leiðir starf sýslumanna við hið nýja verkefni um persónulega talsmenn, til reynslu til 31.12.2025. Sérfræðingur vinni einnig að öðrum störfum teymisins, eftir föngum. Starfsstöð þroskaþjálfa verður á Akureyri.
Teymi sáttamanna og sérfræðinga í málefnum barna er starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu veitir þjónustu við öll sýslumannsembætti og sinna verkefnum á landsvísu á grundvelli barnalaga nr. 76/2003.
Um er að ræða tímabundna ráðningu út árið 2025.
- Viðtöl við fatlað fólk sem hefur óskað eftir að velja persónulegan talsmann, með það að markmiði að kanna vilja fatlaðs einstaklings.
- Viðtöl við þjónustuveitendur og aðstandendur, ef vafi leikur á um vilja fatlaðs einstaklings varðandi val á talsmanni.
- Álit og mat á því vort vilji hins fatlaða um val á talsmanni og um verkefni honum falin, hafi komið fram.
- Skýrslur og rökstuddar greinargerðir um niðurstöðu viðtals / viðtala.
- Teymisvinna með hópi sérfræðinga í málefnum barna og löglærðra fulltrúa.
- Vinna við faglega þróun verkefnis sýslumanna vegna persónulegra talsmanna.
- Starfsstöð verður á Akureyri, á starfsstöð Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.
- Starfinu fylgja umtalsverð ferðalög á starfsstöðvar sýslumanna.
- Háskólapróf til starfsréttinda sem þroskaþjálfi.
- Starfsreynsla af þjónustu við fatlað fólk er kostur.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna undir álagi.
- Að hafa unnið að lágmarki í tvö ár við meðferð mála þar sem reynir beint á hagsmuni fatlaðs fólks.
- Haldgóð þekking á ákvæðum laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og þeim helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra.
- Færni til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum.
- Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
- Færni í samskiptum með fjölbreyttum samskiptaleiðum.
- Kostur að starfsmaður geti einnig unnið að sáttameðferð og verkefnum sérfræðings í málefnum barna samkvæmt barnalögum.












