Þjónustustjóri sölusviðs
Sæplast Iceland ehf óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi þjónustustjóra sölusviðs. Þjónustustjóri annast dagleg tengsl við umboðsmenn, sölumenn og viðskiptavini Sæplasts í Evrópu. Þjónustustjóri gegnir lykilhlutverki í söluneti Sæplasts Iceland í Evrópu. Þjónustustjóri sölusviðs heyrir undir sölustjóra Sæplast Europe og tekur þátt í að móta sölustefnu og gera sölu- og markaðsáætlun ásamt sölustjóra Sæplasts í Evrópu.
Sæplast er alþjóðlegt fyrirtæki þar sem skapandi hugsun og áhersla á öryggi, gæði, framleiðni og umhverfismál skila afburðavörum til viðskiptavina okkar. Sæplast er hluti af Rotovia samstæðunni, en Rotovia er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til Íslands og er í dag í eigu íslenskra fjárfesta. Félagið er eitt stærsta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu, með 11 framleiðslueiningar í átta löndum auk viðamikils sölunets á heimsvísu.
Sæplast á sér 40 ára farsæla sögu og er eitt þekktasta vörumerki í umbúðalausnum á heimvísu og tilheyrir það umbúðalausnum Rotovia ásamt vörumerjunum iTUB og Varibox. Sæplast þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina í mismunandi atvinnugreinum, með sérstaka áherslu á matvælaiðnaðinn
Móttaka og eftirfylgni pantana frá sölumönnum og viðskiptavinum
Samstarf og samvinna við framleiðsludeild
Dagleg samskipti við viðskiptavini og umboðsmenn
Hámarka hagkvæmni flutningsferla
Sölugreining
Kostnaðareftirlit og reikningagerð
Þátttaka í áætlanagerð sölu ásamt eftirfylgni
Stuðningur og þjónusta við sölumenn
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði
Þekking og reynsla af alþjóðlegu sölu- og markaðsstarfi
Mjög góð greiningarhæfni og framsetning tölulegra gagna
Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni
Þjónustumiðað og jákvætt hugarfar
Mjög góð samningatækni
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Þekking og reynsla af MS Office og Navision
Mjög góð ensku-, og íslenskukunnátta í rituðu og mæltu máli.