Sæplast Iceland ehf
Sæplast Iceland ehf
Sæplast Iceland ehf

Þjónustustjóri sölusviðs

Sæplast Iceland ehf óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi þjónustustjóra sölusviðs. Þjónustustjóri annast dagleg tengsl við umboðsmenn, sölumenn og viðskiptavini Sæplasts í Evrópu. Þjónustustjóri gegnir lykilhlutverki í söluneti Sæplasts Iceland í Evrópu. Þjónustustjóri sölusviðs heyrir undir sölustjóra Sæplast Europe og tekur þátt í að móta sölustefnu og gera sölu- og markaðsáætlun ásamt sölustjóra Sæplasts í Evrópu.

Sæplast er alþjóðlegt fyrirtæki þar sem skapandi hugsun og áhersla á öryggi, gæði, framleiðni og umhverfismál skila afburðavörum til viðskiptavina okkar. Sæplast er hluti af Rotovia samstæðunni, en Rotovia er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til Íslands og er í dag í eigu íslenskra fjárfesta. Félagið er eitt stærsta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu, með 11 framleiðslueiningar í átta löndum auk viðamikils sölunets á heimsvísu.

Sæplast á sér 40 ára farsæla sögu og er eitt þekktasta vörumerki í umbúðalausnum á heimvísu og tilheyrir það umbúðalausnum Rotovia ásamt vörumerjunum iTUB og Varibox. Sæplast þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina í mismunandi atvinnugreinum, með sérstaka áherslu á matvælaiðnaðinn

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka og eftirfylgni pantana frá sölumönnum og viðskiptavinum

Samstarf og samvinna við framleiðsludeild

Dagleg samskipti við viðskiptavini og umboðsmenn

Hámarka hagkvæmni flutningsferla

Sölugreining

Kostnaðareftirlit og reikningagerð

Þátttaka í áætlanagerð sölu ásamt eftirfylgni

Stuðningur og þjónusta við sölumenn

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði

Þekking og reynsla af alþjóðlegu sölu- og markaðsstarfi

Mjög góð greiningarhæfni og framsetning tölulegra gagna

Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni

Þjónustumiðað og jákvætt hugarfar

Mjög góð samningatækni

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Þekking og reynsla af MS Office og Navision

Mjög góð ensku-, og íslenskukunnátta í rituðu og mæltu máli.

Auglýsing birt18. nóvember 2024
Umsóknarfrestur30. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gunnarsbraut 12, 620 Dalvík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.ViðskiptasamböndPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar