KAPP ehf
KAPP ehf
KAPP ehf

Þjónustumaður - Tæknileg þjónusta

KAPP óskar eftir að ráða Þjónustumann til starfa á þjónustusvið félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í nýjum höfuðstöðvum KAPP í Kópavogi. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Félagið rekur öflugt renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónusta

  • Almenn viðhaldsþjónusta og fyrirbyggjandi viðhald hjá viðskiptavinum
  • Uppsetning á búnaði og lausnum KAPP
  • Heimsóknir til viðskiptavina, innanlands sem og erlendis
  • Viðhald og þjónusta á OptimICE® kæli- og krapakerfum
  • Viðhald og þjónusta á Raf sprautuvélarkerfum
  • Aðstoð við þróun á þjónustuframboði
  • Önnur tilfallandi verkefni

Framleiðsla

  • Aðstoð við smíði á kælibúnaði á framleiðsluverkstæði
  • Aðstoð við handbókargerð
  • Aðstoð við varahlutapantanir og varahlutasölu
  • Bilunarleit og villuprófanir 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi, sveinspróf er æskilegt
  • Geta til þess að ferðast innanlands sem og erlendis
  • Þekking og reynsla af viðhaldsþjónustu og uppsetningum á vélakerfum
  • Góð þjónustulund og jákvæðni
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Geta unnið undir álagi eða reynsla af fjölbreyttu starfi kostur
Auglýsing birt14. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar