Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu Ísafirði
Hefur þú áhuga á því að hjálpa vegfarendum að komast örugglega ferðar sinnar, allt árið um kring?
Umferðarþjónustan á Ísafirði er hluti af deildinni Vöktun og upplýsingar á þjónustusviði Vegagerðarinnar. Alls starfa um 7 þjónustufulltrúar á umferðarþjónustu á Ísafirði.
Þjónustufulltrúar hafa jákvætt hugarfar, vinna þétt saman og geta haldið ró sinni í krefjandi aðstæðum. Þau eru skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
Starf þjónustufulltrúa í umferðarþjónustu er vaktavinnustarf þar sem unnið er á vöktum milli kl. 06:30-22:00 alla daga vikunnar, allt árið um kring. Unnið er á þrískiptum vöktum yfir daginn.
Sér til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar um breytingar á veðri, aðstæðum eða færð
skili sér tímanlega til viðbragðsaðila og vegfaranda.
- Þjónusta við vegfarenda um færð og ferðaveður
- Símasvörun á skiptiborði Vegagerðarinnar og í upplýsingasíma 1777
- Meðhöndlun tilkynningar á umferdin.is, í smáskilaboðum og í tölvupósti
- Ýmis tilfallandi verkefni
- Stúdentspróf æskilegt eða sambærileg menntun
- Metnaður til að veita góða þjónustu
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð almenn tölvufærni
- Góð þekking á landafræði og veðurfræði, æskileg
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
- Geta til að starfa undir álagi og gott almennt heilbrigði
- Öguð vinnubrögð, skipulagshæfni og metnaður í starfi