Akureyri - Jólastarf í þjónustuveri
Pósturinn leitar að jólaálfi með þjónustuhjarta í afleysingastarf í þjónustuver á Akureyri.
Starfið felur í sér að veita viðskiptavinum Póstsins margvíslega þjónustu eins og að taka á móti símtölum, sinna netsamtali, veita almennar upplýsingar, ráðgjöf, meðhöndla ábendingar frá viðskiptavinum og önnur tilfallandi verkefni.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.
Vinnutíminn er frá klukkan 09:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 16:00 á föstudögum. Möguleiki er á meiri vinnu í jólaösinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
- Lausnamiðuð hugsun
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2023.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Fanney Pétursdóttir, þjónustustjóri, fanneyp@postur.is.
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.