Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúar - Dánarbú og Fullnustumál

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að samviskusömum, nákvæmum og þjónustulunduðum einstaklingum með góða samskiptafærni til starfa á sviði dánarbúsmála og fullnustumála. Um er að ræða tvö eða fleiri störf.

Um starfið

Við leitum að þjónustufulltrúum sem hafa áhuga á að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum innan stjórnsýslunnar. Starfið felst í afgreiðslu mála, samskiptum við almenning og vandaðri meðferð skjala og gagna. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að tileinka sér verklag og vinna af nákvæmni og fagmennsku.

Vikulegur vinnutími í fullu starfi er 36 klukkustundir. Starfshlutfall er 100%. Vinnutími er frá kl. 08:00 – 15:30 alla virka daga nema föstudaga kl. 08:00 – 14:00.

Störfin skiptast í tvo meginflokka:

  • Dánarbúsmál – Meðferð og skráning mála er varða skipti á dánarbúum.
  • Fullnustumál – Meðferð mála er varða fjárnám, nauðungarsölur, útburðargerðir, kyrrsetningar, lögbönn o.fl.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, afgreiðsla og skráning mála í viðkomandi málaflokki.
  • Veita viðskiptavinum upplýsingar og leiðbeiningar.
  • Undirbúningur og eftirfylgni með fyrirtökum og öðrum málsmeðferðum.
  • Móttaka og skráning gagna, afturkallana og frestana.
  • Samstarf við lögfræðinga og aðra starfsmenn embættisins.
  • Skjalafrágangur, skönnun og skjalavarsla.
  • Þátttaka í öðrum verkefnum innan embættisins eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf er skilyrði, háskólamenntun er kostur.
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nákvæmni, áreiðanleiki og hæfni til að vinna undir álagi.
  • Vilji til að læra og þróast í starfi.
  • Góð tölvukunnátta og færni í upplýsingatækni.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði.
  • Enskukunnátta er kostur.
Auglýsing birt6. júlí 2025
Umsóknarfrestur21. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar