

Textílkennari - Öldutúnsskóli
Öldutúnsskóli auglýsir eftir textílkennara í 50-80% stöðu. Um afleysingu er að ræða.
Í Öldutúnsskóla eru um 600 nemendur í 1. - 10. bekk.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast almenna textílkennslu á öllum stigum í samvinnu við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra
- Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Áhugi og/eða reynsla af textílkennslu.
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Stundvísi og samviskusemi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Nánari upplýsingar veita Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri, í síma: 664-5894; [email protected] og Áslaug Hreiðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri; [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2025
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.


































