Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg

Deildarstjóri í Maríuborg

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Maríuborg, sem er fjögurra deilda leikskóli í Grafarholti. Við leitum að áhugasömum leikskólakennara sem vill taka þátt í að þróa leikskólastarfið og skapa ný ævintýri á hverjum degi með börnum og samstarfsfólki.

Einkunnarorð Maríuborgar eru "Leikur - Samskipti - Námsgleði" og er lögð áhersla á að skapa hlýlegt námsumhverfi.

Við leggjum áherslu á samvinnu og í gegnum leikinn nýtum við fjölbreyttar leiðir til að styðja við og efla þroska barnanna um leið og þau fá tækifæri til að láta drauma sína rætast.

Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi, þar sem enginn dagur er eins.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og/eða leyfisbréf leikskólakennara
  • Reynsla af starfi í leikskóla
  • Frumkvæði í starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogafærni
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum

Verkefni sem deildarstjóri ber ábyrgð á

Stjórnun og skipulagning:

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.

Uppeldi og menntun:

  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.

Foreldrasamvinna:

  • Skipuleggur í samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
  • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni og ekki varðar trúnað gagnvart öðrum börnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.
  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.

Annað:

  • Skipuleggur samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt samingi Reykjavíkurborgar og Kennarasambandi Íslands v/Félags leikskólakennara.

Ef leikskólakennari fæst ekki til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu.

Fyrir nánari upplýsingar um starfið er hægt að senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband við leikskólastjórnendur í síma 4113800.

Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur13. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar