Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari eða þroskaþjálfi - Leikskólinn Stekkjarás

Leikskólinn Stekkjarás leitar að sérkennara eða þroskaþjálfa í leikskóla í 50-100% starf.

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum. Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru "Hugmyndir barnsins - verkefni dagsins". Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki deildarinnar þannig að starfsfólkið taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu
  • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn sem nýtur sérkennslu á deildinni í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra
  • Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
  • Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim
  • Situr foreldrafundi sem haldnir eru á vegum leikskólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun (leyfisbréf fylgi umsókn) eða þroskaþjálfamenntun (starfsréttindi fylgi umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða æskileg
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Góð íslenskukunátta skilyrði
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Forgangur á leikskóla
  • Samgöngustyrkur

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir um starfið veitir Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri, [email protected], eða í síma 517-5920.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2025.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara eða Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur22. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ásbraut 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar