Leikskólinn Jöklaborg
Leikskólinn Jöklaborg
Leikskólinn Jöklaborg

Leikskólakennari

Við í Jöklaborg viljum fá leikskólakennara til liðs við okkur. Jöklaborg er staðsett efst í Seljahverfinu í Breiðholti.
Í Jöklaborg eru 6 deildir fyrir 1.-6 ára gömul börn. Leiðarljós okkar eru GLEÐI, VIRÐING OG SKÖPUN. Við leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir hverjum einstaklingi.
Það eru spennandi tímar hjá okkur. Endurskipulagning starfsins stendur yfir þar sem starf í anda Reggio Emilia skal vera í hávegum haft með Aðalnámskrá leikskóla, Menntastefnu Reykjavíkurborgar og lög um leikskóla að leiðarljósi. Að auki erum við að hefja vinnu á því að verða réttindaskóli Unicef. Réttindaskóli á leikskólastigi - Handbók UNICEF fyrir leikskóla - menntastefna.is
Þá verður áhersla jafnframt á læsi og að efla íslenskan orðaforða.
Lubbi ( Forsíða (lubbi.is) )og Blær (Um Vináttu | Barnaheill ) eru okkur góðum kunn og munum við vinna áfram með þau verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að menntun og uppeldi leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þar með talið að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, og eða önnur uppeldismenntun æskileg.
Góð íslenskukunnátta algjört skilyrði. íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
Reynsla af kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
Stundvísi og áreiðanleiki.

Fríðindi í starfi

Frítt í sundlaugar borgarinnar.
Frítt fæði á matartímum leikskólans
Menningarkort þar sem innifalið í kortinu eru 14 söfn, fjöldi sýninga og viðburða, bókasafnsskírteini auk fjölda tilboða.
Heilsuræktarstyrkur eftir 6 mánuði í starfi sem er nú komin í 28.000kr. árlega.
Samgöngustyrkur með greiðslu mánaðarlega þar sem fólk er hvatt til að notast við umhverfisvænar ferðir til og frá vinnu.

Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur22. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Jöklasel 4, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar