
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Tæknimaður í tækniþjónustu
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir vandvirkum starfskrafti í tækniþjónustu Reykjavíkurborgar á Stórhöfða. Tæknimanneskja í tækniþjónustu starfar í umboði tækniþjónustustjóra að uppsetningu, viðhaldi og eftirfylgni með verkefnum tengdum götuljósum, umferðarljósum og hitakerfum Reykjavíkurborgar. Sinnir faglegum verkefnum í samráði við innri og ytri aðila í teymi sem tryggir öryggi og gæði þjónustu við íbúa borgarinnar. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og virðingu fyrir umhverfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að daglegum verkefnum tengdum rekstri, viðhaldi, bilanagreiningu, uppsetningu og umbótum á götulýsingu, viðburðarskápum, umferðarljósum og stýringum hitakerfa.
- Uppsetning og prófanir umferðaljósastýringa.
- Samskipti og samvinna við verktaka, birgja og starfsfólk borgarinnar.
- Tekur þátt vinnu í þverfaglegri vinnu með öðrum starfsstöðvum borgarinnar og samstarfsaðilum ef með þarf.
- Tekur þátt í umbótaverkefnum í samvinnu við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi t.d. rafvirkjun og/eða rafiðnfræði.
- Sveinspróf í rafiðn er skilyrði.
- Meistararéttindi kostur.
- Haldbær reynsla á sviði rafmagns- eða tæknikerfa.
- Reynsla af orkudreifikerfum er kostur.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi.
- Fagleg framkoma, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Góð almenn tölvukunnátta og kunnáttu í Microsoft Office.
- Tungumálaviðmið: B2 í íslensku og ensku skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
- Líkamleg hæfni þar sem hluti starfsins krefst vettvangsvinnu við aðstæður sem geta verið erfiðar.
- Hafa unnið með PLC iðnstýribúnað er kostur.
- Almenn ökuréttindi.
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Stórhöfði 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Rafiðnfræðingur eða rafvirki
KAPP ehf

Rafvirkjar óskast á skemmtilegan vinnustað
ADH-Raf ehf

Vélstjóri, vélvirki í fjölbreytt þjónustustarf
Frost

Sérfræðingur í orkuteymi Lotu
Lota

Rafvirki
NetBerg ehf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Patreksfjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Úrræðagóður tæknimaður
Rými

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Umhverfismiðstöð Akureyrar: Verkstjóri umferðar- og gatnalýsingar
Akureyri

Innviðir framtíðarinnar - Ofar leitar að sérfræðingum í gagnaverum
Ofar