

Innviðir framtíðarinnar - Ofar leitar að sérfræðingum í gagnaverum
Viltu vera hluti af innviðum framtíðarinnar?
Við hjá Ofar leitum að framsæknum og áreiðanlegum einstaklingum til að ganga til liðs við innviðateymi fyrirtækisins sem sinnir rekstri, eftirliti og þjónustu við gagnaver víðs vegar um landið.
Starfsstöð verður í gagnaveri í Reykjanesbæ.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir áhugasama aðila sem vilja starfa í mikilvægum og hraðvaxandi geira og þróast faglega með öflugu teymi.
Um er að ræða vaktavinnu í 24/7 rekstri, allt árið um kring, samkvæmt skilgreindu vaktafyrirkomulagi. Starfsmenn fá ítarlega þjálfun í upphafi og áframhaldandi stuðning í starfi.
-
Daglegt eftirlit með búnaði, innviðum og umhverfi gagnavera
-
Reglubundið eftirlit og umhverfisvöktun
-
Öflun viðeigandi vottana og/eða réttinda til að starfrækja búnað
-
Meðhöndlun, greining og eftirfylgni atvika, tilkynninga og þjónustubeiðna
-
Framkvæmd staðlaðra verkferla og öryggisúttekta
-
Samskipti og samvinna við birgja, þjónustuaðila og samstarfsaðila innanlands og erlendis
-
Almenn tækniaðstoð og prófanir eftir þörfum í rekstri gagnavera
-
Grunnþekking og/eða reynsla af gagnaverum, tæknilegum innviðum, net- eða rafmagnsbúnaði er kostur
-
Frumkvæði, áreiðanleiki og geta til sjálfstæðra vinnubragða
-
Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
-
Bílpróf er nauðsynlegt
-
Menntun í rafvirkjun eða rafeindavirkjun er kostur











