
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan er elsta lyftaraþjónustufyrirtæki landsins og stærsti innflytjandi á tækjum og búnaði á Íslandi.
Við þjónum fjölbreyttum hópi viðskiptavina m.a. í fiskvinnslu, landbúnaði, verktökum, vöruhúsum, heildsölum, álverum og fleiri atvinnugreinum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Kársnesi í Kópavogi og einnig er starfstöð á Akureyri.
Í dag er Íslyft / Steinbock Þjónustan talið með traustari fyrirtækjum landsins með áratuga reynslu á sínu sviði. Viðurkenningar Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki um áraraðir bera vott um þann árangur og orðspor sem fyrirtækið hefur skapað sér.

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft leitar að reyndum og metnaðarfullum sérfræðingi í vélarafmagni til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins. Um er að ræða sérhæft starf við greiningu, viðgerðir og uppsetningu raf- og stýrikerfa í vinnuvélum og lyftibúnaði.
Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.
Við leitum að metnaðarfullum og framsæknum aðilum sem hafa áhuga á að takast á við fjöldbreytt, krefjandi og spennandi verkefni á verkstæðinu okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðgerðir, viðhald og standsetning á vélum og tækjum
- Greining og bilanaleit í raf- og stýrikerfum vinnuvéla
- Viðgerðir og uppsetning rafbúnaðar, skynjara og stýrieininga
- Forritun og stillingar á stýrikerfum
- Lesning og notkun rafmagnsteikninga og þjónustugagna
- Skráning verka og greininga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af rafkerfum vinnuvéla, lyftara eða iðnaðarvéla
- Mjög góð kunnátta í bilanagreiningu
- Geta til að vinna sjálfstætt og taka tæknilegar ákvarðanir
- Góð tölvu- og kerfakunnátta
- Góð enskukunnátta (tæknigögn)
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
- Starfsmannafélag
- Golfhermir
- Píluaðstaða
- Borðtennis og Pool-borð
Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunBílarafmagnsviðgerðirBílvélaviðgerðirSmurþjónustaVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Þjónustumaður á verkstæði
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Sérfræðingur óskast á þjónustusvið Varma og vélaverks
Varma og Vélaverk

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Stálsmiðir og suðumenn
Stál og Suða ehf

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa

Sérfræðingar í hönnun raflagna
Hnit verkfræðistofa

Leitum að Bílamálara
Bretti Réttingaverkstæði ehf

Smiðir í ryðfríu stáli óskast í Hafnarfjörð
Slippurinn Akureyri ehf.

Experienced Car mechanic
No 22 ehf.

Skoðunarmaður í rafmagnsdeild
Frumherji hf