

Sumarstörf á HSU - Móttökuritari Vík í Mýrdal
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða móttökuritara í fjölbreytt og skemmtilegt starf í sumarafleysingu á heilsugæsluna í Vík í Mýrdal.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
-
Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga.
-
Afgreiðsla og umsýsla í lyfsölu.
-
Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU.
-
Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg.
-
Starfið krefst hæfni og lipurðar í samskiptum, trúmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum.
-
Góð tölvukunnátta.
-
Gott vald á íslensku máli og þarf að geta átt tjáskipti á ensku.



















