

Sumarstarf í móttöku - Student Hostel
Student Hostel er um 110 herbergja hostel í miðbæ Reykjavíkur.
Markmið Student Hostel er að taka á móti gestum yfir sumartímann með hlýlegu viðmóti og framúrskarandi þjónustu. Starfsmaður stuðlar að ánægjulegri dvöl allra gesta hostelsins og veitir upplýsingar um ferðir, veitingastaði o.fl.
Dagleg verkefni felast í því að taka á móti gestum og innrita. Tryggja að hostelið sé hreint og þrifalegt með daglegri umsjón á sameiginlegri aðstöðu. Starfsmaður mun uppfæra efni á samfélagsmiðlum, bæði Facebook og Instagram síðu. Unnið er á vöktum sem skiptast í dag- og kvöldvaktir. Einnig er möguleiki að sækja bara um næturvaktir. Móttakan er opin frá 8:00 á morgnana til 12:00 á kvöldin.
Helstu verkefni
Gestamóttaka og svörun á póstum og bókunum. Uppgjör að kvöldi. Samfélagsmiðlar – Facebook og Instagram.
Umsjón og eftirlit með þrifum og almennu ástandi hostelsins. Önnur tilfallandi störf.
Hæfniskröfur (persónu eiginleikar og þekking)
Góð samskiptahæfni - Hlýlegt viðmót og þjónustulund - Stundvísi og sveiganleiki - Tölvukunnátta - Góð íslensku kunnátta Framúrskarandi ensku kunnátta er nauðsyn - Þekking á landi og þjóð til að leiðbeina erlendum gestum













