Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sumarstarf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar - bókasafn

Menningarmiðstöðin auglýsir eftir þjónustuliprum og ábyrgðarfullum einstaklingi í sumarafleysingar. Um er að ræða allt að 100% tímabundið stöðugildi en æskilegast er að viðkomandi geti starfað frá júní byrjun og út ágúst 2025, aðrar tímasetningar koma þó til greina eftir samkomulagi.

Opnunartími bókasafnsins er virka daga kl. 9 - 16 og hentar starfið því einstaklega vel fyrir ferðaglaða einstaklinga, íþróttafólk eða þá sem vilja einnig vera í kvöld/helgar vinnu. Möguleiki er á áframhaldandi afleysingum næsta vetur.

Helstu verkefni eru þjónusta við gesti bókasafnsins, upplýsingagjöf, umsjón með viðburðum Menningarmiðstöðvarinnar auk skráningu gagna héraðsskjalasafnsins. Mögulegt er að móta starfið að áhugasviði starfsmanns.

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2025

Umsóknir eiga að berast í tölvupósti á [email protected]

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í síma 4708051 eða á netfanginu [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð og afleysing á bókasafni
  • Aðstoð á öðrum sviðum Menningarmiðstöðvarinnar
  • Skráningu gagna undir stjórn héraðsskjalavarðar
  • Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar og aðrir viðburðir
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði, skipulag og tölvukunnátta
  • Þekking á ferðaþjónustu og seglum sveitarfélagsins
  • Góð tök á íslensku og ensku, fleiri tungumál eru kostur
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Litlabrú 2, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar