
Grímsnes- og Grafningshreppur
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur er í miðri Árnessýslu, 890 km2 að stærð.
Það varð til 1. júní 1998 við sameiningu tveggja hreppa Grímsneshrepps og Grafningshrepps. Þéttbýliskjarninn sveitarfélagsins er Borg og íbúar eru um 500. Mjög góð búsetuskilyrði eru í sveitarfélaginu og er sveitarfélagið afar vinsælt svæði fyrir frístundahús. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að Grímsnes- og Grafningshreppur verði eftirsóknarvert svæði til búsetu, atvinnu, frístundaiðju og útivistar. Þar verði góð skilyrði fyrir atvinnustarfsemi og þjónustu og að fjölbreytni búsetukosta í sveit og þéttbýli verði styrkur svæðisins. Margir fallegir staðir eru í sveitarfélaginu og má þar nefna Hengilsvæðið, Sogið, Kerið, Úlfljótsvatn og Þrastaskóg.

Sumarstarf - Umsjón með vinnuskóla
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir sumarstarfsmanni í fjölbreytt og skemmtilegt starf. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í maí og unnið út júlí hið minnsta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og verkstjórn með vinnuskóla
- Halda utan um vinnuskýrslur fyrir ungmenni í vinnuskóla
- Almenn umhirða lóða og umhverfis við opin svæði og stofnanir sveitarfélagsins
- Önnur tilfallandi verkefni í áhaldahúsi og á gámasvæði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Bílpróf
- Lágmarksaldur er 18 ár
- Gott vald á íslensku og ensku
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Þekking á meðferð og umhirðu verkfæra og áhalda
- Reynsla af vinnu með ungmennum er kostur
- Kerrupróf og/eða vinnuvélaréttindi eru kostur
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
HandlagniHreint sakavottorðÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ísbúðin Okkar in Hveragerði is Hiring!
Hristingur ehf.

Söluráðgjafi í gluggum á fyrirtækjasviði
Byko

Bifvélavirki / Mechanic - Summer job (May - Oct)
Lotus Car Rental ehf.

Verkstjóri - Akranes
Terra hf.

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Vélamaður á Húsavík
Vegagerðin

Sumarstarfsmaður í framkvæmda- og rekstrardeild
Hafnarfjarðarbær

Meiraprófsbílstjóri óskast á Borganes / C driver in Borganes
Íslenska gámafélagið

Umsjónarmaður skólahúsnæðis í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Sumarstarfsmaður í vöruhús Rubix á Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf

Starf á lager
Embla Medical | Össur

Verkastörf í véladeild / Construction work in Machinery dept
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf