Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur

Sumarstarf á skrifstofu, í kirkju og bálstofu

Kirkjugarðar Reykjavíkur leita að metnaðarfullum, jákvæðum og þjónustulunduðum starfskrafti í sumarafleysingar á skrifstofu, í kirkju og bálstofu.

Starfið felst meðal annars í símsvörun, móttöku, skjalavinnslu og öðrum almennum skrifstofustörfum ásamt umsjón með athafnarýmum og líkhúsi og afleysingu og aðstoð í bálstofu.

Viðkomandi þarf því að hafa hlýlegt viðmót, sýna framúrskarandi samskiptahæfni og nærgætni í mannlegum samskiptum.

Viðkomandi þarf að vera vandvirkur og nákvæmur og sýna frumkvæði og metnað í starfi.

Um sumarstarf er að ræða frá maí/júní og fram í ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun og móttaka
  • Skjalavinnsla og önnur almenn skrifstofustörf
  • Umsjón með athafnarýmum og líkhúsi
  • Umsjón og afhending duftkerja
  • Afleysing og aðstoð í bálstofu
  • Samskipti við útfararstofur, aðstandendur og aðra hagsmunaaðila
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Vandvirkni
  • Nákvæmni
  • Frumkvæði
Um Kirkjugarða Reykjavíkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem um 30 starfsmenn starfa. Fyrirtækið er í stefnumótunarferli og því er tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu og menningu fyrirtækisins. 

Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er að vera garður allra þeirra sem vilja kyrrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa opinn faðm gagnvart öllum þeim sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar. 

Gildi Kirkjugarða Reykjavíkur leggja grunn að góðri menningu innan garðanna, styðja við ákvaðanatöku, skapa samheldni meðal starfsfólks og byggja upp traust út í samfélaginu. 

Gildin okkar eru VIRÐING - UMHYGGJA - FAGMENNSKA - LIÐSHEILD

Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur er: https://www.kirkjugardar.is/

Upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Halldórsdóttir sviðsstjóri fjármála og mannauðs hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur solveig@kirkjugardar.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2025

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fossvogur, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar