Leikskólinn Vallarsel
Leikskólinn Vallarsel

Sumarafleysingar í leikskólanum Vallarsel

Sumarafleysingar í leikskólanum Vallarsel

Leikskólinn Vallarsel á Akranesi auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða starf frá maí til ágúst 2025. Leikskólinn er lokaður í fjórar vikur frá 7. júlí til og með 4. ágúst. Vinnutími er eftir nánara samkomulagi.

Megináherslur Vallarsels í starfi með börnunum eru tónlist og frjáls leikur. Þessir þættir lita allt daglegt starf leikskólans. Mikil áhersla er lögð á að börnin fái nægan tíma í frjálsa leiknum og að gleði sé höfð í fyrirrúmi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinna að uppeldi og menntun barna samkvæmt starfslýsingu leiðbeinenda eða leikskólakennara. Starfið er unnið í samvinnu við leikskólakennara, deildarstjóra og skólastjórnendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Uppeldismenntun kostur
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Jákvæðni, lipurð og góð færni í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • 18 ára og eldri
  • Hreint sakavottorð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Vilborg Valgeirsdóttir leikskólastjóri og Kristrún Matthíasdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Netfangið er [email protected]

Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skarðsbraut 6, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar