SÁÁ
SÁÁ
SÁÁ

Starfsþjálfun í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Lausar eru til umsóknar launaðar stöður í starfsþjálfun í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

SÁÁ er leiðandi í heilbriðgisþjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra og saman sköpum við allt annað líf. Hjá SÁÁ bjóðum við upp á launaða starfsþjálfun í 100% starfshlutfalli fyrir þá sem hyggjast starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar.

Starfsþjálfun hjá SÁÁ uppfyllir skilyrði um þjálfun sett af Embætti Landlæknis til löggildingar. Nemar eru undir handleiðslu fagfólks með sérþekkingu á fíknsjúkdómi og hljóta alhliða þjálfun í að styðja skjólstæðinga og aðstandendur þeirra til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum, fræðslu og hópavinnu og veita þeim stuðning í gegnum viðeigandi meðferð og annað sem starfsgreinin tekur til.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í áfengis- og vímuefnaráðgjöf undir handleiðslu
  • Samskipti og þjónustu við sjúklinga
  • Þverfagleg teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf nauðsynlegt
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð samstarfsfærni og geta til að vinna í teymum
  • Æskilegt er að stunda samhliða nám í fræðilegri undirstöðuþekkingu áfengis- og vímuefnaráðgjafar á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri í samstarfi við SÁÁ.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt14. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar