

Starfsmannastjóri – Atlas Verktakar ehf.
Atlas Verktakar ehf. leitar að öflugum og skipulögðum starfsmanni í hlutverk starfsmannastjóra. Um er að ræða fjölbreytt starf sem má útfæra sem hlutastarf eða fullt starf eftir samkomulagi.
Helstu verkefni:
-
Umsjón með mannauðsmálum og daglegri eftirfylgni með starfsmannamálum
-
Aðstoð við ráðningar og móttöku nýrra starfsmanna
-
Umsjón með gistingu starfsmanna og húsnæðismálum
-
Umsóknir og eftirfylgni varðandi starfsleyfi og dvalarleyfi erlendra starfsmanna
-
Önnur tilfallandi verkefni innan mannauðs- og starfsmannahalds
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af mannauðs- eða starfsmannamálum er kostur
-
Þekking á launakerfum
-
Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni
-
Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
-
Góð tölvukunnátta
-
Góð kunnátta í íslensku og ensku; önnur tungumál eru kostur
Við bjóðum:
-
Sveigjanleika í starfshlutfalli
-
Áhugaverð og fjölbreytt verkefni í ört vaxandi fyrirtæki
-
Góðan starfsanda og samstarf við reynslumikið teymi
-
Tækifæri til að byggja upp mannauðsmál frá grunni












