
Skatturinn
Skatturinn fer með álagningu og innheimtu skatta, gjalda og tolla auk þess að sinna eftirliti með skattskilum og viðskiptum og flutningum yfir landamæri.
Viltu leiða deild mannauðs hjá Skattinum?
Leitað er að öflugum og reyndum aðila til að leiða deild mannauðs innan stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið nýtt starf þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, jafnrétti og vandaða stjórnsýslu. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Starfið felur í sér að leiða deild mannauðs á nýju sviði mannauðs-og fjármála og heyrir undir sviðsstjóra. Um er að ræða lykilhlutverk í mótun og innleiðingu stefnu í mannauðsmálum og uppbyggingu á jákvæðri vinnustaðamenningu.
Starfið felur í sér náið samstarf við framkvæmdastjórn, stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar, auk þátttöku í stefnumótandi ákvörðunum og umbótaverkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og framkvæmd mannauðsstefnu í samræmi við stefnumarkandi áherslur Skattsins og lögbundið hlutverk
- Stuðla að jákvæðri, heilbrigðri og góðri vinnustaðamenningu
- Stjórnendaráðgjöf og stuðningur í mannauðsmálum
- Umsjón með ráðningarferli og móttöku nýrra starfsmanna
- Vinnustaðagreiningar og stuðningur við umbætur í vinnuumhverfi
- Aðstoð við framkvæmd kjaramála og gerð starfslýsinga
- Umsjón og undirbúningur starfsmannasamtala
- Tryggja að mannauðsmál séu í samræmi við lög og reglugerðir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Afburða samskiptafærni, jákvæðni og rík þjónustulund
- Stjórnunar-og leiðtogahæfni
- Viðamikil og farsæl reynsla af mannauðsstjórnun
- Geta til að vinna vel undir álagi og að stýra teymi
- Góð hæfni til upplýsingamiðlunar í minni og stærri hópum á íslensku og ensku
- Góð stafræn færni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stefnumótun og umbótastarfi
- Þekking á vinnurétti og kjaramálum innan opinberra stofnana er kostur
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 6, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðMannauðsstjórnunMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaRáðningarSjálfstæð vinnubrögðStarfsmannahaldStefnumótunTeymisvinnaVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar