

Starfsmaður óskast í stuðningsþjónustu
Velferðar- og fræðsludeild Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að ráða starfsmann í stuðningsþjónustu (stuðning á heimili). Um er að ræða starf tímavinnu.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér stuðning við einstaklinga sem búa á eigin heimili og þurfa stuðning vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags eða veikinda.
Helstu verkefni:
- Veita aðstoð við almennt heimilishald
- Aðstoða með innkaup
- Akstur
- Veita félagslegan stuðning
- Aðstoð með persónulega umhirðu og önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starfslýsingu starfsmanns í stuðningsþjónustu.
Hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í stuðningsþjónustu æskileg
- Jákvæðni í starfi, þjónustulund og góð samskiptafærni
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Góð almenn íslenskukunnátta
- Bílpróf
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og vera með almennt bílpróf. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri í síma 433-8500 eða á netfanginu [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita aðstoð við almennt heimilishald
- Aðstoða með innkaup
- Akstur
- Veita félagslegan stuðning
- Aðstoð með persónulega umhirðu og önnur verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni og falla undir starfslýsingu starfsmanns í stuðningsþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hafa áhuga á að vinna með fólki
- Vera stundvís og samviskusamur
- Eiga gott með mannleg samskipti
Auglýsing birt12. september 2025
Umsóknarfrestur24. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Innrimelur 3, 301 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innréttingasprautun / Furniture painter / Only experiance applicants
Sprautun.is

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur

Almennur starfsmaður - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi í 45% starf. Seeking reliable personal Assistants
NPA miðstöðin

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins
Vopnabúrið

NPA assistant wanted in Selfoss
NPA miðstöðin

Starfskraftur í dagþjálfun - Múlabær
Múlabær

Svæðisstjóri
Í-Mat

Factory cleaning
Dictum

Svæðisstjóri
Skólamatur

Félagsliði í sértækri heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Stuðningfulltrúi í Bjarg - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær