
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Starf í fyrirtækjaþjónustu IKEA
Laust er til umsóknar starf í fyrirtækjaþjónustu IKEA.
Hlutverk fyrirtækjaþjónustu er að bjóða upp á ráðgjöf við val á innréttingum og öðrum lausnum sem henta fyrirtækjum, án endurgjalds.
Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu IKEA veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu auk þess að halda utan um öll samskipti og ferla sem koma þar við - allt frá því að viðskiptavinur hefur fyrst samband og þar til vara er afhent.
Starfið felst fyrst og fremst í söluráðgjöf til fyrirtækja, afgreiðslu pantana og eftirfylgni.
Vinnutími er alla jafna frá kl. 9-17 alla virka daga
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla og brennandi áhugi á sölustörfum
Þekking á Navision/Business Central kostur
Sjálfstæð vinnubrögð
Góð og rík þjónustulund
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
Fríðindi í starfi
Aðgengi að sumarbústað til einkanota
Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
Auglýsing birt21. september 2023
Umsóknarfrestur29. september 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Söluráðgjafi BMW
BL ehf.

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Sölumaður/stjóri óskast.
Aqua.is-NP Innovation ehf.

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Söluráðgjafi hugbúnaðarlausna
Advania

Sumarstarf í þjónustuveri Hringdu!
Hringdu

Þjónustufulltrúi óskast hjá Hringdu!
Hringdu

Söluráðgjafi á fyrirtækjasviði
Byko

Söluráðgjafi hjá Brimborg
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

Starfsfólk í verslun - sala og vöruframsetningar
Garðheimar

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.