
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Söluráðgjafi BMW
Við leitum að kraftmikilli fagmanneskju með reynslu og samskiptahæfileika til að veita viðskiptavinum BMW framúrskarandi söluráðgjöf og þjónustu. Viðkomandi þarf að hafa ástríðu fyrir að byggja upp viðskiptasambönd og viðhalda þeim ásamt metnaði til að skara fram úr í takt við gæði framleiðandans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina í sýningarsal
- Söluráðgjöf til viðskiptavina
- Tilboðsgerð og eftirfylgni
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda
- Aðkoma að markaðsverkefnum
- Teymisvinna og tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptafærni
- Metnaður til að skara fram úr
- Reynsla af söluráðgjöf
- Vald á íslensku og ensku
- Menntun sem nýtist í starfi
- Ökuréttindi
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af nýjum bílum
- Afsláttarkjör af aukahlutum, varahlutum, þjónustu ofl.
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur hjá systurfélögum BL;
- Hleðslu og hleðslustöðvum Ísorku
- Leiga á bílum hjá Hertz
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Sölumaður/stjóri óskast.
Aqua.is-NP Innovation ehf.

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Söluráðgjafi hugbúnaðarlausna
Advania

Sumarstarf í þjónustuveri Hringdu!
Hringdu

Þjónustufulltrúi óskast hjá Hringdu!
Hringdu

Söluráðgjafi á fyrirtækjasviði
Byko

Söluráðgjafi hjá Brimborg
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

Starfsfólk í verslun - sala og vöruframsetningar
Garðheimar

Umsjón samfélagsmiðla - Sölumaður
100 bílar ehf

Söluráðgjafi
Íspan Glerborg ehf.