Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Stapaskóli - Umsjónarkennari á yngsta stig

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 ára til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Kennsla í samþættingu námsgreina á yngsta stigi í teymiskennslu þar sem beittar eru aðferðir byrjendalæsis í lestrarkennslu.

Boðið er uppá fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda í anda Heillaspora og Uppeldi til ábyrgðar. Kennslufræði og námsmat er í anda leiðsagnarnáms og leiðsagnarmats.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu í samráði við skólastjórnendur og fagteymi.
  • Vinnur að skólaþróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað fagfólk og foreldra.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á leik-/grunnskólastigi
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla.  
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. 
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur1. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalsbraut 2, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar