Origo lausnir
Origo lausnir
Origo lausnir

Söluráðgjafi Origo lausna

Við leitum að reynslumiklum söluráðgjafa á söluskrifstofu Origo lausna. Viðkomandi vinnur í samstarfi við sérfræðinga þvert á Origo lausnir sem hafa metnað til að fara fram úr væntingum viðskiptavina með framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni:

  • Sala og ráðgjöf á búnaði og tengdri þjónustu
  • Tilboðsgerð
  • Öflun nýrra viðskipta og samskipti við núverandi viðskiptavini

Hæfniskröfur:

  • Reynsla á sviði sölu eða viðskiptastjórnunar
  • Frumkvæði, áræðni og lipurð í samskiptum
  • Brennandi áhuga á sölu og þjónustu
  • Metnaður, jákvæðni og þjónustulipurð

Við hjá Origo lausnum sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á tölvubúnaði, hljóð- og myndlausnum, afgreiðslulausnum, prentlausnum og hraðbankakerfum. Jafnframt erum við með umboð fyrir heimsþekkt vörumerki eins og Lenovo, Canon, Sony, Bose, NEC og fleiri.

Hjá Origo lausnum starfa um 100 manns í fjölbreyttum og skemmtilega krefjandi verkefnum. 

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veita sérfræðingar á mannauðssviði (mannaudur@origo.is).

Auglýsing birt15. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar