
Ekran
Ekran er öflug heildverslun sem þjónustar stóreldhús með dagleg aðföng. Við sjáum um dreifingu, þjónustu og sölu á heimsþekktum vörumerkjum sem eru leiðandi í matargerð á Íslandi og finnast í stóreldhúsum um allt land.

Sölufulltrúi - sumarstarf á Akureyri
Sumarstarf hjá Ekrunni er tækifæri til framtíðar!
Á hverju ári ráðum við fólk í alls konar sumar- og afleysingastörf sem geta í mörgum tilvikum verið upphafið að farsælum starfsferli og veitt dýrmæta reynslu sem nýtist til framtíðar.
Við leggjum mikla áherslu á að skapa jákvætt starfsumhverfi þar sem öll fá tækifæri til að þróast og vaxa í starfi. Margt af okkar fremsta fólki í dag byrjaði í sumarstarfi, lærði og þroskaðist og tók virkan þátt í uppbyggingu öflugrar liðsheildar í framsýnu fyrirtæki.
Sendu okkur umsókn og sjáðu hvort það verður ekki byrjunin á spennandi ferli.
Ekran er mikilvægur hluti af 1912 samstæðunni en þar starfa um 150 manns sem halda utan mörg af vinsælustu vörumerkjum landsins.
Sölufulltrúi mun sinna verkefnum fyrir bæði Ekruna og Emmessís, systurfélag þess. Vinnutími er klukkan 08:00 - 16:00 alla virka daga með möguleika á yfirvinnu á laugardögum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og uppbygging viðskiptatengsla
- Vörukynningar og kynningar nýrra vara til viðskiptavina
- Þátttaka í tilboðsgerð
- Pantanataka, uppröðun og eftirfylgni í verslunum á Emmessís vörum
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Ökuréttindi á beinskiptan bíl
- Frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni og áreiðanleiki
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvufærni
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Óseyri 3, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Photography Gallery - Sales Consultant
Iurie I Fine Art

Hvolsvöllur: Söluráðgjafar í framtíðar – og sumarstörf
Húsasmiðjan

Hvolsvöllur: Deildarstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Sumarstarf
Ívera ehf.

Sumarstarf í sölu notaðra bíla
Bílaumboðið Askja

Sumarstarf- með möguleika á áframhaldandi starfi með skóla
DIMM

Hluta- og sumarstarfsmaður í Eyesland Keflavíkurflugvelli
Eyesland Gleraugnaverslun

Þjónustufulltrúi
Linde Gas

Sölufulltrúi / Lagerstarfsmaður - Landlausnir ehf.
Landlausnir ehf.

Sölustarf í persónu (Face to face) - Sumarstarf
Takk ehf

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölufulltrúi
Myllan