Linde Gas
Linde Gas

Þjónustufulltrúi

Linde Gas ehf. óskar eftir áreiðanlegum einstaklingi með ríka þjónustulund í starf þjónustufulltrúa í þjónustuver fyrirtækisins í Hafnarfirði. Um er að ræða framtíðarstarf hjá alþjóðlegu fyrirtæki með vaxandi starfsemi a Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Símsvörun og samskipti í gegnum tölvupóst
  • Skráning og eftirfylgni pantana
  • Veita almennar upplýsingar um vöru og þjónustu fyrirtækisins
  • Umsjón með innheimtu og gjaldskilum
  • Bókun reikninga og gagnaskráning
  • Skipuleggja dreifingu á vörum til viðskiptavina
  • Samskipti við erlenda og innlenda birgja
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi þjónustufulltrúa er kostur
  • Rík þjónustulund og jákvæðni
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta og góð þekking á Microsoft Office.

Linde Gas ehf. er hluti af The Linde group, sem er leiðandi gasfyrirtæki með yfir 50.000 starfsmenn og er stærsti framleiðandi af gasi í heiminum. Linde vinnur með lyfja- og líftæknifyrirtækjum, járn- og stáliðnaði, matvælaiðnaðinum og heilsugeiranum. Öll framleiðsla verksmiðjunnar er fyrir iðnað þar sem mikilla gæða er krafist. Hjá Linde á Íslandi starfa um 35 manns og er skrifstofan staðsett í Hafnarfirði.

Linde býður upp á góða starfsþjálfun og góð starfsskilyrði með mikla áherslu á öryggi og vellíðan starfsfólks. Launakerfið býður upp á bónusgreiðslur.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Búðahella 8, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar