
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Sumarstarf í sölu notaðra bíla
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi aðila í sumarafleysingastarf við sölu bifreiða hjá notuðum bilum. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina, þjónusta og ráðgjöf
- Símsvörun og svörun tölvuskilaboða
- Framsetning bíla, verðmerkinga og annars efnis á sýningarsvæði
- Úthringiverkefni
- Eftirfylgni með sölu og frágang gagn
- Þátttaka í verkefnum sem tengjast sölu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölustörfum kostur
- Frumkvæði í starfi
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Framúrskarandi þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að ná árangri í starfi
- Fagmennska og jákvæðni
- Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
- Gild ökuréttindi
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Ert þú söludrifinn einstaklingur?
Billboard og Buzz

Starfsmaður í sölu og þjónustu
Jörfi ehf.

Key Account Manager / Viðskiptastjóri
Wolt

Sölufulltrúi hjá Epli Smáralind (hlutastarf)
Skakkiturn ehf

Sölumaður á hjólbarðaverkstæði
Nesdekk Garðabær

Sölumaður
Dekkjahöllin ehf

Reyndur sölumaður og geimfari
Atmos Cloud

Ráðgjafi í verslun - Reykjanesbæ
Bílanaust

Ertu hreinræktaður sölumaður?
ÓJ&K - Ísam ehf

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Sumarstörf í BYKO Leigu
BYKO Leiga og fagverslun