
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Sumarstarf í sölu notaðra bíla
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi aðila í sumarafleysingastarf við sölu bifreiða hjá notuðum bilum. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina, þjónusta og ráðgjöf
- Símsvörun og svörun tölvuskilaboða
- Framsetning bíla, verðmerkinga og annars efnis á sýningarsvæði
- Úthringiverkefni
- Eftirfylgni með sölu og frágang gagn
- Þátttaka í verkefnum sem tengjast sölu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölustörfum kostur
- Frumkvæði í starfi
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Framúrskarandi þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð og vilji til að ná árangri í starfi
- Fagmennska og jákvæðni
- Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
- Gild ökuréttindi
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf- með möguleika á áframhaldandi starfi með skóla
DIMM

Hluta- og sumarstarfsmaður í Eyesland Keflavíkurflugvelli
Eyesland Gleraugnaverslun

Sölufulltrúi / Lagerstarfsmaður - Landlausnir ehf.
Landlausnir ehf.

Sölufulltrúi - sumarstarf á Akureyri
Ekran

Sölustarf í persónu (Face to face) - Sumarstarf
Takk ehf

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Sölufulltrúi
Myllan

Sumarstörf Icewear - Höfuðborgarsvæðið
ICEWEAR

Sölustjóri hjá umboðsskrifstofu
Kraðak ehf.

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.
Luxor

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn