
Borealis Data Center ehf.
Borealis Data Center is a leading provider of sustainable, high-performance computing infrastructure, operating in Iceland and Finland. Our data centers leverage 100% renewable energy and cool Nordic climates to deliver cost-efficient, carbon-conscious colocation solutions for AI, HPC, and enterprise customers. With a customer-focused approach, we prioritize efficiency, scalability, and operational excellence, enabling businesses to power the future of computing while reducing their environmental impact.

Sölufulltrúi
Við hjá Borealis Data Center leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstakling til að ganga til liðs við metnaðarfullt söluteymi okkar. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að efla sölu- og viðskiptasambönd fyrirtækisins – bæði með því að finna ný viðskiptatækifæri og halda utan um þau sem þegar eru til staðar.
Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni þar sem frumkvæði, góð samskiptafærni og áhugi á tækni koma að góðum notum. Gert er ráð fyrir að starfsmaður geti tekið þátt í ferðalögum erlendis eftir þörfum. Starfsstöðin er á Suðurlandsbraut 4 og er gert ráð fyrir reglulegri viðveru á skrifstofu.
Starfið hentar vel þeim sem eru að klára háskólanám.
Við erum að leita að þér ef þú:
- Hefur brennandi áhuga á tækni og lausnamiðaðri hugsun
- Nýtur þess að vinna við sölu og þjónustu
- Býrð yfir framúrskarandi samskiptafærni og hefur hæfileikann til að byggja upp traust og jákvæða upplifun hjá viðskiptavinum
- Talar og skrifar mjög góða ensku
- Hefur reynslu af CRM kerfum eins og HubSpot eða sambærilegum lausnum
- Leitar að skemmtilegu, hraðvirku og hvetjandi starfsumhverfi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala ásamt ráðgjöf til viðskiptavina
- Uppbygging og miðlun vöru- og þjónustuþekkingar
- Þátttaka í gerð kynningarefnis fyrir sölu- og markaðsstarf
- Eftirfylgni á nýjum viðskiptatækifærum
- Þátttaka í ráðstefnum og viðburðum, bæði innanlands og erlendis
- Sinna daglegum rekstrarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
- Góðir söluhæfileikar og vilji til að veita framúrskarandi þjónustu
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og agað vinnulag
- Hæfni til að vinna undir álagi og axla ábyrgð
- Frumkvæði, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun og öflugt starfsumhverfi
- Öflugt félagslíf og jákvæð vinnustaðarmenning - starfsmannafélagið stendur reglulega fyrir viðburðum, heilsueflingu og öðru félagslífi
- Alþjóðlegt og fjölbreytt starfsumhverfi - við erum fjölbreytt teymi sem leggur áherslu á heiðarleika, virðingu og samstarf þvert á menningu og bakgrunn
- Sveigjanlegt vinnuumhverfi og tækifæri til vaxtar - við bjóðum upp á sveigjanleika í vinnu og hvetjum til stöðugrar þekkingaröflunar og starfsþróunar
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi Akureyri
Húsgagnahöllin

Vörustjóri netbúnaðar
OK

Akureyri: Söluráðgjafi í framtíðarstarf
Húsasmiðjan

Helgarstarf í Herrafataverslun Stout XL-8XL
Stout herrafataverslun

Akureyri: Söluráðgjafi í fagsölu
Húsasmiðjan

Söluráðgjafi Vatn og veitna á Selfossi
Vatn & veitur

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Sölumaður hjá alþjóðlegu fyrirtæki
Viking Life-Saving Equipment Iceland ehf.

Starfsmaður í söludeild SS
SS - Sláturfélag Suðurlands

Fagsölusvið: Viðskiptastjóri í álgluggum og iðnaðar- og eldvarnarhurðum
Húsasmiðjan

Fagsölusvið: Viðskiptastjóri í gluggadeild
Húsasmiðjan

Fagsölusvið: Viðskiptastjóri byggingalausna
Húsasmiðjan