
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar framleiðir rafmagn og heitt vatn í jarðhitavirkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum ásamt framleiðslu rafmagns með vatnsafli í Andakílsárvirkjun.
ON er stærsta jarðvarmafyrirtæki landsins og selur rafmagn til fyrirtækja og heimila um allt land en framleiðir heitt vatn til sölu og dreifingar hjá systurfélagi þess, Veitum.
ON er dótturfélag Orkuveitunnar sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.
ON framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur fyrirtækið einnig ríka áherslu á rannsóknir, nýsköpun og sjálfbærni með það fyrir augum að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.

Sölu- og þjónusturáðgjafi (40-60% starfshlutfall)
Viltu þjónusta ánægðustu viðskiptavini á raforkumarkaði?
Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstakling í hlutverk sölu- og þjónusturáðgjafa.
Viðkomandi myndi byrja í 40-60% starfshlutfalli með möguleika á 100% starfi frá júní til loka ágúst.
Ef þú ert að leita að hlutastarfi og hefur áhuga á að vinna í margbreytilegu og tæknilegu starfsumhverfi þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita framúrskarandi þjónustu bæði í síma og í gegnum rafræna miðla
- Tryggja faglega og skilvirka þjónustu í hverju erindi
- Koma auga á umbótatækifæri og fylgja málum vel eftir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Við leitum að tæknilega sinnuðum einstaklingum með góða tölvufærni
- Framúrskarandi þjónustulyndi
- Færni í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni og vandvirkni
- Við fögnum umsækjendum sem hafa færni í þriðja tungumáli en gerum sérstaka kröfu um íslensku- og enskukunnáttu
Auglýsing birt27. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurNákvæmniSamskipti í símaSamskipti með tölvupósti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leitum að öflugum liðsfélaga í verslun okkar á Akureyri
Stilling

Fjölbreytt sumarstörf í Vestmannaeyjum
Eimskip

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

75% Þjónustu- og afgreiðslustarf á bókasafni HR
Háskólinn í Reykjavík

Úthringiver
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Starfsmaður í Marc O'Polo
Marc O'Polo Kringlunni

Sölumaður í verslun - Sumarstarf á Akureyri
Sérefni ehf.

Þekkt barnafataverslun leitar að sölufulltrúa í fjölbreytt og skemmtilegt starf
Polarn O. Pyret

Hópstjóri þjónustuvers
Auðkenni ehf.

Hlutastarf Sölu- og lagerstarf á Akureyri
BM Vallá

Viltu spennandi hlutastarf í úthringingum?
Símstöðin ehf