
Stilling
Stilling hf. var stofnuð 17. oktober 1960 sem sérhæft hemlaverkstæði. Stofnendur ásamt Bjarna Júlíussyni voru Þórður Júlíusson verkfræðingur sem átti upphaflega hugmynd að fyrirtækinu, Magnús Baldvinsson kenndur við í MEBA, Óskar Ólafsson vélstjóri og Benedikt Magnússyni kenndur við BM Vallá. Í dag er fyrirtækið leiðandi í sölu á varahlutum og aukahlutum í bíla. Stilling rekur fimm öflugar verslanir víðsvegar um landið en einnig er fyrirtækið með sérstakan gagnagrunn sem verslanir og bílaumboð geta pantað úr á heimasíðu Stillingar hf.
Stilling er eitt elsta varahlutafyrirtæki á Íslandi í dag.
Stilling er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu.
Stilling kappkostar að veita viðskiptavinum sínum um land allt vandaða og góða þjónustu. Fyrirtækið er með verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi og á Akureyri. Þá er hægt að panta vörur úr gagnagrunni okkar af heimasíðunni Partanet.is Gagnagrunnurinn inniheldur vörur frá yfir 400 framleiðendum sem gerir viðskiptavinum kleift að finna réttan varahlut á auðveldan hátt. Pöntun á vöru er einstaklega auðveld, viðskiptavinurinn slær inn skráningarúmer bifreiðarinnar og finnur þá gagnagrunnurinn þann varahlut sem passar fullkomlega.

Leitum að öflugum liðsfélaga í verslun okkar á Akureyri
Við leitum að öflugum og þjónustulunduðum einstaklingi til starfa í verslun okkar á Akureyri Starfið felst í almennri afgreiðslu, útkeyrslu á varahlutum og öðru tilfallandi.
Vinnutími er frá kl 08:00 til 17:00 virka daga.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og aðstoð í verslun og vörumóttöku.
- Keyra vörur til viðskiptavina.
- Móttöka og frágangur á vörusendinga.
- Önnur tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslenskri tungu.
- Bílpróf er nauðsynlegt.
- Góð almenn tölvuþekking.
- Þekking og áhugi á bílum er kostur.
- Reynsla af afgreiðslu á varahlutum eða reynsla í bifvélavirkjun kostur.
Fríðindi í starfi
Afsláttur af vörum og þjónustu Stillingar og systurfélaga (Hekla, Dekkjasalan og Carglass)
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Baldursnes 4, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunSölumennskaÚtkeyrslaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður óskast í vöruhús / Warehouse employee
Lífland ehf.

Sumarstarf á Bókasafni Kópavogs
Sumarstörf - Kópavogsbær

Verkstæðisformaður
Kraftur hf.

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Sölu- og þjónusturáðgjafi (40-60% starfshlutfall)
Orka náttúrunnar

Úthringiver
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Lager og útkeyrsla
Autoparts.is

Starfsmaður í Marc O'Polo
Marc O'Polo Kringlunni

Sölumaður í verslun - Sumarstarf á Akureyri
Sérefni ehf.

Reyndur bifvélavirki
Bílastjarnan

Spennandi sumarstörf á HSU
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Þekkt barnafataverslun leitar að sölufulltrúa í fjölbreytt og skemmtilegt starf
Polarn O. Pyret